Flug­fé­lagið Play er langt komið með undir­búning sinn og er starf­semi fé­lagsins orðin nokkuð um­fangs­mikil að sögn Ragnars Þórs Ingólfs­sonar, formanns VR. Flug­fé­lagið bauð honum ný­lega í heim­sókn til að kynnast starfs­fólki og hug­mynda­fræði fé­lagsins eftir að Ragnar gagn­rýndi fé­lagið á Face­book.


„Ekki grunaði mig hversu um­fangs­mikil starf­semin er orðin, metnaðurinn, og kjörin sem fé­lags­menn okkar eru á. Það kom mér á ó­vart hversu langt þetta er komið en um 40 manns starfa hjá fé­laginu, margir með mikla reynslu af flug­rekstri,“ segir Ragnar á Face­book í dag.

Þann 18.maí síðastliðinn skrifaði ég færslu vegna fréttar Viðskiptablaðsins um að Bláfugl (e. Bluebird Nordic) og Play...

Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Friday, May 22, 2020

Hann skrifaði færslu síðasta mánu­dag þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Icelandair og sagði mikil­vægt að slíkt fé­lag væri til á Ís­landi. Þar velti hann upp spurningu um hvort það væri sniðugt að fé­lög á borð við Blá­fugl eða Play myndu fylla í skarðið fyrir Icelandair ef fé­lagið yrði gjald­þrota. Hann sagði þar fé­lögin í skatta­skjóls­braski og að þau veigruðu sér ekki við að út­hýsa störfum til Ind­lands eða Filipps­eyja.

Viðurkennir mistök


Í kjöl­farið höfðu for­svars­menn Play sam­band við Ragnar og gerðu at­huga­semdir við þessar full­yrðingar hans. Fé­lagið bauð honum á fund til að kynnast betur fyrir­hugaðri starf­semi þess. „Ég er ekki hafin yfir gagn­rýni og viður­kenni fús­lega ef ég hleyp á mig eða geri mis­tök. Eftir að hafa fundað með þessu kraft­mikla og metnaðar­fulla fólki varð mér ljóst að það voru mis­tök að tengja þessi tvö fé­lög, Blá­fugl (e. Bluebird Nor­dic) og Play, með þeim hætti sem ég gerði og harma ég það mjög,“ segir Ragnar.


Hann viður­kennir að hafa ekki kynnt sér við­skipta­módel Play eins vel og hann hafði kynnt sér við­skipta­módel Blá­fugls, enda hefur Play ekki enn flogið sína fyrstu ferð. „Play verður vitan­lega að njóta vafans. Eða þangað til annað kemur í ljós,“ segir hann.


„Ég spurði á fundinum hvort við gætum sann­reynt kjör og kjara­samninga starfs­fólks fé­lagsins í ljósi ýmissa full­yrðinga sem við höfðum innan úr verka­lýðs­hreyfingunni og var það auð­sótt mál og ekkert sem bendir til þess að hægt sé að bendla fé­lagið við þau orð sem voru látin falla í færslu minni þann 18. maí,“ heldur hann á­fram.


„Ég vona svo sannar­lega að mark­mið for­svars­manna Play um kjör þeirra sem munu starfa fyrir fé­lagið standi og að eignar­hald og fjár­mögnun fé­lagsins verði opin og gagn­sæ. Ég óska þessu dug­mikla fólki alls hins besta,“ segir Ragnar. Að lokum tekur hann fram að hann voni líka að Icelandair haldi velli og að hér muni ríkja heiðar­leg sam­keppni um flug­sam­göngur í fram­tíðinni. Það yrði neyt­endum til mikilla hags­bóta og bjarga þúsundum starfa.