Ragnar Þór Ingólfs­­son er sjálf­kjörinn for­maður stéttar­fé­lagsins VR til næstu tveggja ára. Sam­kvæmt upp­lýsingum á vef VR segir að enginn annar hafi boðið fram til formanns.

Fram­­boðs­frestur vegna formanns- og stjórnar­­kjörs VR rann út á há­­degi í dag. 

Kjör­stjórn VR bárust sex­tán ein­stak­lings­­fram­­boð til stjórnar fé­lagsins fyrir kjör­­tíma­bilið 2019-2021 og vinnur hún nú í að kanna lög­­mæti þeirra. 

Skrif­leg með­mæli fimm­tán fé­lags­manna þarf vegna fram­boðs til stjórnar. Skrif­leg með­mæli 50 fé­lags­manna þarf vegna fram­boðs til formanns. 

Fundur verður haldinn með fram­bjóð­endum í há­deginu á mið­viku­­daginn og verða nöfn fram­bjóð­enda birt í kjöl­farið. 

Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í vara­­stjórn. 

Fréttin hefur verið upp­færð.