Ragnar Guð­munds­son hefur óskað eftir að láta af störfum sem for­stjóri Norður­áls. Gunnar Guð­laugs­son hefur verið ráðinn for­stjóri í hans stað, en Ragnar verður stjórn­endum Norður­áls til ráð­gjafar næstu mánuði.

Fram kemur í til­kynningu frá Norður­áli að Ragnar hafi hafið störf hjá fyrir­tækinu árið 1997 sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs, og tekið við sem for­stjóri árið 2007. Haft er eftir Ragnari að ár hans hjá fyrir­tækinu hafi verið einkar á­nægju­leg, ekki síst vegna þess góða fólks sem þar starfar.

„Ég er stoltur að hafa tekið þátt í að byggja upp fyrir­tæki þar sem á­herslan er á öryggis- og um­hverfis­mál. Fyrir­tæki sem á eftir að skapa verð­mæti fyrir sam­fé­lagið um ó­komin ár. Fram­tíð Norður­áls er björt.“

Gunnar Guð­laugs­son er sem fyrr segir nýr for­stjóri, en hann hóf störf hjá Norður­áli 2008 og hefur verið fram­kvæmda­stjóri fyrir­tækisins á Grundar­tanga frá 2009, og9 fram­kvæmda­stjóri yfir starf­semi Century Aluminum í Evrópu og Asíu. Hann mun sinna því hlut­verki á­fram.

Mike Bless for­stjóri Century Aluminum, sem er móður­fé­lag Norður­áls, þakkar Ragnari fyrir góð störf. „Ragnar var einn af fyrstu starfs­mönnum Norður­áls og vann náið með stofn­endum að upp­byggingu fyrir­tækisins. Þáttur hans í upp­byggingu og stjórnun Norður­áls hefur verið lykil­þáttur í vel­gengni þess. Fyrir mína hönd og stjórnar Century Aluminum þakka ég Ragnari fyrir hans fram­lag til fyrir­tækisins og óska honum vel­farnaðar,“ segir hann í til­kynningunni.