Innlent

Ragna Árnadóttir í stjórn Samorku

Konur skipa nú í fyrsta sinn meirihluta aðalmanna stjórnar Samorku. Að varamönnum meðtöldum er jafnt hlutfall kynja.

Ragna Árnadóttir. Fréttablaðið/Ernir

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri var í dag kjörin fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna. Konur skipa því nú meirihluta aðalmanna stjórnar Samorku – í fyrsta sinn. Að varamönnum meðtöldum er jafnt hlutfall kynja. 

Þá voru einnig endurkjörin í stjórn þau Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar.

Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku og formaður stjórnar. Þá verður Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, áfram fulltrúi fyrirtækisins í stjórn Samorku.

Hörður Arnarson, forstjóri, tekur sæti varafulltrúa Landsvirkjunar í stjórn Samorku. Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður, verður áfram varafulltrúi Veitna og þá sitja áfram þau Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK, Jón Tryggvi Guðmundsson, Selfossveitum og Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða, sem varamenn í stjórn Samorku.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ljósleiðari inn á öll heimili í Árborg

Ráðningar

Valgerður til Framtíðarinnar

Innlent

Flug og lagerhald kemur niður á Costco-verði

Auglýsing
Auglýsing