Raðir mynduðust nú síð­degis fyrir utan verslanir ÁTVR á höfuð­borgar­svæðinu á meðan við­skipta­vinir biðu þess að geta komist inn í verslanir á háanna­tíma í miðju sam­komu­banni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mynduðust meðal annars raðir í verslun vínbúðarinnar að Helluhrauni í Hafnarfirði, verslun vínbúðarinnar í Skeifunni og á Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur.

Sig­rún Ósk Sigurðar­dóttir, að­­stoðar­­for­­stjóri ÁTVR, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að salan hafi verið sér­­stak­­lega mikil síðustu tvær vikur. Spurð um hvort fleiri séu að kaupa sér vín á virkum dögum þessa dagana segir hún dreifinguna á sölunni að­eins jafnari en áður.

ÁTVR hefur á síðustu vikum hvatt fólk til þess að mæta í Vín­búðina utan anna­­tíma til að dreifa á­lagi. Að sögn Sig­rúnar hefur það gengið á­­gæt­­lega.

Spurð um hvernig það gengur að fá fólk til að halda fjar­lægðir inn í búðunum segir hún það fara batnandi. „Ég hef ekki tekið stöðuna ný­lega en ég held þetta sé að koma. Það voru allir að æfa sig til að byrja með og maður fylgist með því þegar maður fer í búð og svona. Ég sá mynd frá vín­búð á laugar­daginn og þá voru við­skipta­vinir vakandi og stóðu í röð með milli­bili. Þetta hefur gengið mjög vel. Það kemur hins vegar fyrir að við þurfum að tak­marka inn í stærstu búðunum.“

Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend
Fréttablaðið/Aðsend