Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, hefur skipað fjöl­miðla­nefnd til næstu fjögurra ára. Engin fjöl­miðla­nefnd hefur verið starfandi frá því í lok ágúst, en hún varð ó­starf­hæf eftir að Blaða­manna­fé­lag Ís­lands á­kvað að draga full­trúa sinn úr starfi nefndarinnar.

Nýr for­maður nefndarinnar er Einar Hugi Bjarna­son hæsta­réttar­lög­maður, en hann var skipaður af ráð­herra án til­nefningar, að því er segir á vef nefndarinnar. María Rún Bjarna­dóttir lög­fræðingur er vara­for­maður en hún var til­nefnd af Hæsta­rétti. Þá á Finnur Beck héraðs­dóms­lög­maður sæti í nefndinni og var einnig til­nefndur af Hæsta­rétti, og Róbert H. Haralds­son, prófessor í heim­speki og sviðs­stjóri kennslu­sviðs Há­skóla Ís­lands, var til­nefndur af sam­starfs­nefnd há­skóla­stigsins.

Einar Hugi Bjarnason er nýr formaður fjölmiðlanefndar.

Vara­menn eru lög­mennirnir Hulda Árna­dóttir, Marteinn Más­son, Erla Skúla­dóttir auk Birgis Guð­munds­sonar, dósents í fjöl­miðla­fræði við Há­skólann á Akur­eyri.

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands dró full­trúa sinn úr starfi nefndarinnar vegna fram­göngu hennar í málum sem varða um­fjöllun fjöl­miðla. Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lagsins, sagði nefndina hafa varið langt út fyrir vald­svið sitt og því geti full­trúar fé­lagsins ekki tekið þátt í starfi fjöl­miðla­nefndar „á meðan nefndin er á þessari ó­heilla­braut“ líkt og hann orðaði það.