Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, á ekki í viðræðum við bandaríska fjárfestingafélagið Pt Capital um stofnun nýs flugfélags. Þetta segir Hugh Short, forstjóri Pt Capital, í örstuttri færslu á samfélagsmiðlinum LinkedIn.

„Pt Capital á ekki í viðræðum er varða endurræsingu WOW air. Fréttaflutningur á Íslandi er rangur,“ skrifar hann. Vísar hann til fréttar í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins síðasta laugardag. Var greint frá því að Skúli hefði fundaði í vikunni með fulltrúum eigenda Keahótela um stofnun nýs flugfélags. Pt Capital á helmingshlut í íslenska fjarskiptafélaginu Nova og helmingshlut í Keahótelum.

Eftir fall WOW air birti Short færslu um mögulega áhrif þess. Þar velti hann fyrir sér hvers vegna stjórnvöld hefðu ekki komið að málum.

Sjá einnig: Tekjur verði víða undir væntingum vegna WOW air