Á síðu 39 í Fréttablaði dagsins geta lesendur skoðað fyrstu íslensku auglýsinguna sem byggir á samspili prents og viðbótarveruleika (e. augmented reality). Með því að nota farsíma og skanna inn QR-kóða sem fylgir auglýsingunni lifnar hún við í þrívídd í snjallsíma. Fram sprettur persónan Smári Laufdal, sem Þorsteinn Bachmann leikur, og útskýrir hlutverk auglýsandans, Happdrættis Háskóla Íslands, í máli og myndum.

Það er auglýsingastofan H:N Markaðssamskipti sem hafði veg og vanda af auglýsingunni í samstarfi við tæknibrellufyrirtækið RVX.

„Einhverjir eru á því að prentmiðillinn og prentauglýsingar séu deyjandi fyrirbrigði en ég held að það sé óhætt að segja að þessi nýja tækni gefi eldri formum nýtt líf – í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Kristján Hjálmarsson, hjá H:N Markaðssamskiptum.

Blað dagsins er að finna hér