Pósturinn hefur gert breytingar á út­keyrslu á höfuð­borgar­svæðinu eftir á­bendingar sem bárust í Face­book hópnum „Verslun á netinu“ en for­svars­menn Póstsins hafa birt upp­lýsingar um breytingar í hópnum.

Í færslunni kynnir Pósturinn þrjár breytingar á út­akstrinum. Við­skipta­vinir sem eru með skráð síma­númer fá núna SMS milli klukkan 15:00 og 16:00 þar sem út­keyrslu­tími er til­kynntur.

Bíl­stjórar munu auk þess núna hringja í alla sem ekki eru heima ef síma­númer er skráð hjá Póstinum. Þá kynnir Pósturinn jafn­framt nýtt þjónustu­númer á kvöldin sem hægt er að hringja í ef við­komandi er ekki heima og hægt að breyta af­hendingar­leið eða tíma sendingar.

Segir í færslu Póstsins að mark­miðið með þessum breytingum sé að koma til móts við þær á­bendingar sem settar hafi verið inn og borist í þjónustu­verið.

Þá er minnt á að hægt er að fá upp­lýsingar um sendingar með því að skrá upp­lýsingar sínar á heima­síðu Póstsins.

Fréttablaðið/Skjáskot