Erlent

Portúgalar slá met í fram­leiðslu endur­nýjan­legrar orku

Í marsmánuði tókst Portúgölum í fyrsta skipti, á þessari öld, að framleiða meira af endurnýjanlegri orku, en þau þurftu að nota, á einum mánuði.

Vindmyllur í bænum Nazaer í Portúgal. Stór hluti endurnýjanlegrar orku í Portúgal er vindknúinn. AFP/PHILIPPE TURPIN

Í marsmánuði tókst Portúgölum í  fyrsta skipti, á þessari öld, að framleiða meira af endurnýjanlegri orku, en þau þurftu að nota, á einum mánuði. Er því spáð að ekki sé um síðasta skipti að ræða, því Portúgalar vilja að öllum orkuþörfum þeirra sé mætt á meginlandinu með endurnýjanlegri orku, fyrir árið 2040. Greint var frá á veftímaritinu Quartz.

Ýmis umhverfissamtök fagna þessu og segja þetta merkan áfanga eftir að fjárfest hefur verið í endurnýjanlegri orku í fjölda ára þar í landi. Samkvæmt orkustofnun Portúgala var magn endurnýjanlegrar orku sem framleitt var í marsmánuði 4.812 gígavött, sem er meira Portúgalar notuðu af orku, en þau notuðu 4,647 gígavött.

Samtök endurnýjanlegrar orku í Portúgal, ARPEN, og portúgölsku umhverfisverndarsamtökin, Zero, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar þessa merka áfanga.

„Gögnin sýna, fyrir utan hversu merkur áfangi þetta er í portúgalska orkugeiranum, lífvænleika tækninnar, öryggi hennar og áreiðanleika alls orkukerfisins. Stór skerfur orkunnar sem framleidd var, var endurnýjanleg. Fyrra framleiðsluhámarki var náð í febrúar 2014, þegar 99,2 prósent alls orku sem framleidd var, var endurnýjanleg.“

Orkan var að mestu vind- eða vatnsknúin, 55 prósent vindknúin og 42 prósent vatnsknúin. Með því að framleiða orkuna með endurnýjanlegum orkugjöfum komust Portúgalar hjá því að losa 1,8 milljón tonn koltvísýrings, sem sparar þeim að sama skapi 21 milljón evra í kostnað vegna útblásturs.

Endurnýjanlega orkan jafngilti 103,6 prósent allrar orkuneyslu. Á þeim klukkustundum á meðan orkunotkun var sem mest þurfi einnig að nýta innflutta orku og orku frá verksmiðjum sem eru knúnar áfram með því að brenna kol. Segir þó í yfirlýsingu að það hafi verið jafnað út þegar eftirspurn minnkaði.

ARPEN og ZERO sögðu einnig í yfirlýsingu sinni að þau telji það lífsnauðsynlegt að opinberar stefnumótun í Portúgal og stefnumótun í Evrópu muni gera allt svo Portúgölum verði mögulegt að mæta markmiðum sínum um fullkomið kolefnishlutleysi árið 2050. Til þess að þeim sé kleift að ná þeim markmiðum þarf að tryggja aukna framgöngu ýmissa sólarorkugjafa sem mun í kjölfarið leyfa kolefnisjöfnuð í samgöngu-, hita- og kæliiðnaði. Greint var frá þessu á veftímaritinu Quartz.

Í mars var daglegur skerfur framleiddrar endurnýjanlegrar orku minnst 86 prósent þann 7. mars og mest var það 11. mars, þegar skerfur þess var 143 prósent. Á 70 klukkustunda tímabili, sem hófst morguninn 9. mars, var Portúgal að fullu knúið með endurnýjanlegri orku, og aftur í 69 klukkustundir, sem hófust þann 12. mars.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Erlent

Minni eignir í stýringu BlackRock

Erlent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Auglýsing

Nýjast

Í samstarf við risa?

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

Falla frá kaupréttum í WOW air

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Auglýsing