„Skemmdarverkastarfssemi ASÍ byggir á endalausum rangfærslum,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu Play sem barst í þessu þar sem segir að ASÍ hafi í vikunni gert grófa aðför að lágjaldaflugfélaginu PLAY sem er að hefja starfsemi, eins og það er orðið í langi yfirlýsingu.

Þar segir að ASÍ hafi þegar dregið í land með flestar ásakanir sínar um kjaramál félagsins, aðallega um að PLAY borgi lægstu laun í landinu. Félagið segir ásakanir hafa verið hraktar að fullu í fjölmiðlum og vísar t.d. til umfjöllun Viðskiptablaðsins sem hefur kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undir höndum.

Samanburður launa

„ASÍ ber ítrekað grunnlaun flugliða PLAY saman við heildarlaun flugliða Icelandair. Grunnlaun PLAY eru hinsvegar hærri eins og kom fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins,“ segir þar og að grunnlaun samkvæmt kjarasamningi Flugfreyjufélagsins sem á aðild að ASÍ séu um 210 þúsund. Heildarlaun Icelandair fyrir flugliða séu hinsvegar hærri en hjá PLAY. „Það er rétt og hefur PLAY aldrei haldið öðru fram. ASÍ hefur haldið fram að launatengdar greiðslur PLAY séu ekki samkvæmt lögum, það er rangt og hefur alfarið verið hrakið í yfirlýsingu PLAY og sjálfstæðri umfjöllun Viðskiptablaðsins.

Einnig segir í yfirlýsingunni að launaliðir PLAY hafi staðist áreiðanleikakönnun fagfjárfesta og lífeyrissjóða og séu sannarlega ekki undir lágmarkslaunum.

Birgir Jónsson er forstjóri Play
Fréttablaðið/Stefán

Í yfirlýsingu PLAY segir að ASÍ hafi misnotað vald sitt og ekki sýnt neinn vilja til að kynna sér málið, ekki verið leitað til PLAY né Íslenska Flugstéttarfélagins (ÍFF), félag flugmanna og flugþjóna PLAY, um útskýringar áður en ASÍ hvatti fólk og fjárfesta til að sniðganga það.

„Það var skotið fyrst og spurt svo sem er áfar ábyrgðarlaust við þær aðstæður sem ríkja í samfélaginu."

„Gult stéttarfélag"

Um félagið ÍFF segir ASÍ. „ÍFF ber öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“. Slík félög standa alla jafna utan heildarsamtaka launafólks og ganga jafnvel erinda atvinnurekenda og gegn hagsmunum og lágmarskjörum launafólks. Óljóst er hvernig samningurinn er tilkominn, hver undirritar og hvernig hann var samþykktur,“ og birtir á vef sínum samanburð á kjörum ÍFF – liða og Flugleiða eins og sjá má hér.