Flug­fé­lagið PLAY hefur bætt þremur á­fanga­stöðum í Skandinavíu við sumar­á­ætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þránd­heim í Noregi á­samt Gauta­borg í Sví­þjóð.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

„Flug til Gauta­borgar hefst í lok maí og flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku. Þá verður flogið tvisvar í viku til Stafangurs og Þránd­heims og hefst flug einnig í lok maí. Miða­sala hefst í dag en með þessu er fé­lagið að bregðast við þörf á á­ætlunar­flugi til um­ræddra borga,“ segir í til­kynningunni.

Bent er á að ekki sé beint flug frá Ís­landi til Gauta­borgar sem er önnur stærsta borgin í Sví­þjóð.

„Gauta­borg er frá­bær borg fyrir fjöl­skyldu­frí en þar er til að mynda stærsti skemmti­garður á Norður­löndunum, Liseberg. Þá má nefna knatt­spyrnu­mótið Gothia Cup en það er eitt fjöl­mennasta barna- og ung­linga­mót sem haldið er í heiminum í dag og ár­lega fjöl­menna ís­lenskir krakkar og fjöl­skyldur þeirra á mótið.“

Þá er bent á það að í Stafangri búi um 1200 Ís­lendingar og með beinu flugi þangað sé komið til móts við þann hóp.

„Sala á flug­miðum hefur tekið kipp síðustu vikur og við finnum vel að fólk er til­búið að ferðast. Við erum byrjuð að stækka leiða­kerfið okkar og teljum nú tíma­bært að bjóða við­skipta­vinum okkar upp á fleiri val­kosti í Skandinavíu en með þessu fjölgum við á­fanga­stöðunum okkar á Norður­löndunum úr einum í fjóra. Margir Ís­lendingar eru bú­settir á þessum slóðum og við teljum að við getum byggt upp hag­kvæma flug­á­ætlun á þessa staði, bæði með eftir­spurn frá Ís­lendingum og heima­mönnum,“ er haft eftir Birgi Jóns­syni, for­stjóra PLAY, í til­kynningunni.