Play hóf sölu far­miða snemma í morgun og hefur að­sókn verið mikil á vef­síðu flug­fé­lagsins, að því er segir í til­kynningu. Fyrstu sjö á­fanga­staðir PLAY eru Ali­cante, Barcelona, Ber­lín, Kaup­manna­höfn, London, París og Tenerife.

Nú­verandi flug­á­ætlun gildir út apríl 2022 og verður fyrsta flug fé­lagsins til London þann 24. júní næst­komandi.

„Þess hefur verið beðið með eftir­væntingu að PLAY hefji sölu og að á­fanga­staðir flug­fé­lagsins líti dagsins ljós. Fé­lagið, sem er að verða tveggja ára gamalt, efndi gamalt lof­orð til þeirra sem höfðu skráð sig á póst­lista PLAY en þeim var gefið for­skot á sæluna og fengu fyrstir tæki­færi til að næla sér í þau 1.000 fríu flug­sæti sem eru falin á www.flyPLAY.com. Enn er mögu­leiki á að bóka frítt flug­sæti og þurfa á­huga­samir að hafa hraðar hendur til þess að ganga frá bókun,“ segir í til­kynningu frá fé­laginu.

Birgir Jóns­son, for­stjóri Play, segir að allir sem koma að fé­laginu séu hæst­á­nægðir með að sala sé loksins hafin.

„Við­tökur hafa verið mjög góðar og við erum á­nægð með þennan á­huga sem Ís­lendingar sýna nýju flug­fé­lagi. Það má alltaf fagna sam­keppni á ís­lenskum markaði“ segir Birgir í til­kynningunni.

Um helgina til­kynnti PLAY að fé­lagið hefði fengið flug­rekstrar­leyfi en þar kom fram að fyrstu flug­vélar fé­lagsins eru ný­legar vélar af gerðinni Air­bus A321NEO.

„PLAY býður upp á sveigjan­lega skil­mála vegna CO­VID-19 þar sem að­stæður geta skiljan­lega breyst og það getur verið stressandi að skipu­leggja ferða­lög í heims­far­aldri. Með sér­stökum sveigjan­legum skil­málum er reynt að tryggja eftir fremsta megni að ferða­upp­lifunin sé góð og að fólk geti bókað á­hyggju­laust flug í fríið,“ segir að lokum í til­kynningu fé­lagsins.