Frá og með fimmtu­deginum 29. júlí mun PLAY ekki fljúga með far­þega til Ís­lands sem ekki geta fram­vísað vott­orði um nei­kvætt CO­VID-19 próf við inn­ritun. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flug­fé­laginu.

Segir þar að á­kvörðunin sé tekin með öryggi far­þega og á­hafna að leiðar­ljósi og í sam­ræmi við reglu­gerð heil­brigðis­yfir­valda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að far­þegar þurfi að verða sér úti um vott­orð um nei­kvætt CO­VID-19 próf áður en haldið er til Ís­lands.

Play mun bóka þá far­þega sem ekki geta fram­vísað nei­kvæðu CO­VID-19 prófi í næsta flug fé­lagsins frá sama á­fanga­stað þeim að kostnaðar­lausu, enda fram­vísi þeir þá nei­kvæðu prófi.

„Með þessari til­högun er PLAY ekki að bera brigður á rétt Ís­lendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki upp­fylla reglur stjórn­valda, að sæta tíma­bundinni röskun í ljósi að­stæðna. Þá er á­kvörðunin tekin í sam­ræmi við skil­mála PLAY þar sem meðal annars er kveðið á um heimild fé­lagsins til að neita að fljúga með far­þega sé það nauð­syn­legt til að fram­fylgja lögum, reglu­gerðum eða til­mælum stjórn­valda eða til að tryggja öryggi annarra,“ segir í til­kynningunni.

Segir að það sé jafn­ramt mat Play að ef flug­rekandi fram­fylgi ekki relgum stjórn­valda, með því­að hleypa fólki sem ekki fram­vísar CO­VID-19 prófi á flug­velli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks.

„Það er skylda okkar að tryggja öryggi far­þega og á­hafna og það kemur ekki til greina að PLAY hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með CO­VID-19. Þetta er tíma­bundin ráð­stöfnun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jóns­son for­stjóri PLAY.