For­svars­menn ASÍ taka fram að gerð sé krafa um að hið nýja flug­fé­lag, PLAY, gangi til kjara­samninga um kjör starfs­manna sinna áður en það hefur sig til flugs. Þetta kemur fram í at­huga­semd sem ASÍ sendir frá sér til fjöl­miðla nú síð­degis.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá til­kynntu for­svars­menn fé­lagsins um nýtt nafn þess og ein­kennis lit í morgun. Fé­lagið hefur nú þegar aug­lýst eftir starfs­fólki, „gleði­gjöfum,“ auk starfs­fólks í önnur störf. Fé­lagið miðar við að hefja sölu á flug­miðum síðar í mánuðinum.

Í at­huga­semd ASÍ kemur fram að fé­lagið treysti því að hið nýja fyrir­tæki ætli sér ekki að keppa á ís­lenskum flug- og ferða­markaði á grund­velli fé­lags­legra undir­boða.

Segir enn fremur að ASÍ muni ekki láta það yfir ís­lenskt launa­fólk ganga að fé­lags­leg undir­boð og lög­brot fyrir­tækja eins og Primera Air verði endur­tekin eða látin á­tölu­laus af stjórn­völdum.