Flug­fé­lagið PLAY hefur þurft að fella niður fjór­tán ferðir til Evrópu­landa vegna stöðu heims­far­aldursins. Upp­lýsinga­full­trúi PLAY, Nadine Guð­rún Yaghi, stað­festir þetta. Ferðirnar voru til Ber­línar, Parísar og London og voru á á­ætlun í septem­ber.

„Á­stæðan er ein­fald­lega kórónu­veiran og PLAY, líkt og öll stærstu flug­fé­lögin á Kefla­víkur­flug­velli, sá sér ekki annað fært en að hag­ræða á­ætlun sinni á þessum ó­vissu­tímum,“ segir Nadine í skrif­legu svari.

Fram kom í Frétta­blaðinu í morgun að tvær ferða­skrif­stofur, Heims­ferðir og Vita, hafa hvor um sig þurft að fella niður ferðir vegna á­standsins.

Nadine segir far­þega sem áttu bókaða miða í um­rædd flug geta valið um það að fá endur­greitt, breyta ferða­dag­setningu eða fá endur­greiðslu í formi gjafa­bréfs með 10 prósent á­lagi. Þá segir hún að mikinn meiri­hluta far­þega hafa kosið að breyta ferða­dag­setningu í flug sem er á á­ætlun degi fyrr.

„Varðandi breytingar á flugi hefur verið nokkuð um það síðustu vikur, og þá aðal­lega vegna Co­vid-19 og stöðunnar á hverjum stað. Þetta er eitt­hvað sem á­ætlanir okkar gerðu ráð fyrir og ekkert sem kemur á ó­vart í þessum efnum,“ segir hún.