Ís­lenska flug­fé­lagið Play var valið besta nýja flug­fé­lagið af al­þjóð­legum sam­tökum um flug­mál, CAPA. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Play.

Verð­launin voru af­hent í gær­kvöldi við há­tíð­lega at­höfn í Gí­braltar, en Birgir Jóns­son, for­stjóri Play tók við verð­laununum.

Í rök­stuðningi fyrir valinu var sagt að Play hafi skarað fram úr með við­skipta­módeli sínu sem byggist á að flytja far­þega á milli Banda­ríkjanna og Evrópu með hag­kvæm­lega stað­setta heima­höfn á Ís­landi.

Einnig hafi stjórn­endur Play stað­sett fyrir­tækið vel fyrir fram­tíðina með á­herslu á staf­rænar lausnir og sjálf­bærni sem einum af grunn­stoðum fyrir­tækisins.

„Það er afar á­nægju­legt að fá svona al­þjóð­lega viður­kenningu á því sem við erum að gera og því frá­bæra starfi sem starfs­fólk PLAY hefur unnið við krefjandi að­stæður. Þetta er gott vega­nesti til að fara með inn í komandi ár og veitir okkur aukinn kraft til að halda á­fram að gera vel og halda á­fram að byggja upp fé­lag sem mun reynast ferða­mönnum góður og hag­kvæmur kostur,“ sagði Birgir Jóns­son, for­stjóri PLAY.