PLAY hefur bætt spænsku á­fanga­stöðunum Mall­or­ca og Malaga við sumar­á­ætlun sína árið 2022. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Þetta þýðir að PLAY selur nú flug til sex á­fanga­staða á Spáni en flug­fé­lagið býður nú þegar upp á á­ætlunar­flug til Barcelona, Tenerife, Ali­cante og Gran Canaria.

Í til­kynningunni kemur fram að flogið verður einu sinni í viku, á mið­viku­dögum, til Palma á Mall­or­ca og einu sinni í viku, á sunnu­dögum til Malaga.

„Malaga, heima­bær Pablo Pi­casso, er sól­ríkasta borg Spánar en þessi fal­lega hafnar­borg við Mið­jarðar­hafið er mjög vin­sæl meðal ferða­manna. Það sama má segja um borgina Palma á para­dísar­eyjunni Mall­or­ca þar sem hreinar strendur, volgur sjór, náttúru­fegurð og fal­legur arki­tektúr lokka til sín ferða­menn,“ segir í til­kynningu Play.

Haft er eftir Birgi Jóns­syni, for­stjóra fé­lagsins, að Ís­lendingar njóti sín greini­lega vel á Spáni. Strax hafi orðið gríðar­leg eftir­spurn eftir far­miðum til Spánar þegar PLAY hóf miða­sölu þangað.

„Við finnum einnig vel fyrir á­huga Spán­verja á að koma til Ís­lands. Nýju á­fanga­staðirnir gefa þeim eldri ekkert eftir enda eru þetta sann­kallaðar para­dísar­borgir og við hlökkum til að fljúga sól­þyrstum Ís­lendingum á nýja staði,“ segir hann.