Flug­fé­lagið PLAY hefur bætt þremur á­fanga­stöðum í Evrópu við á­ætlun sína, Dyflinn á Ír­landi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá flug­fé­laginu.

Flogið verður þrisvar sinnum í viku til Dyflinnar en ferðir til borgarinnar hefjast í lok apríl 2022. PLAY mun fljúga þrisvar sinnum í viku til Brussel og hefst flug þangað í maí. Á­ætlunar­flug til Madríd hest í júní en flogið verður tvisvar í viku.

Á­fanga­staðir flug­fé­lagsins í Evrópu er nú orðnir 23 talsins en ný­lega bættust einnig við leiða­kerfi PLAY Lissabon í Portúgal, Bologna á Ítalíu, Stutt­gart í Þýska­landi og Prag í Tékk­landi. Þá hyggst PLAY hefja á­ætlunar­flug til austur­strandar Banda­ríkjanna næsta vor og að sögn fé­lagsins eru Dyflinn og Brussel lykil­borgir þegar kemur að því að flytja flug­far­þega yfir At­lants­hafið.

„Það er virki­lega á­nægju­legt að bæta við enn fleiri á­fanga­stöðum í Evrópu sem styrkja leiða­kerfið okkar til muna. Þetta eru frá­bærar borgir sem hafa í gegnum tíðina notið mikilla vin­sælda meðal Ís­lendinga og það er gaman að geta boðið lægsta verðið til þessara þriggja borga eins og til annarra á­fanga­staða okkar. Þá eru þetta borgir sem eru mikil­vægar fyrir far­þega­flutninga yfir At­lants­hafið,“ segir Birgir Jóns­son, for­stjóri PLAY.