Veitingastað Pizza Hut í Smáralind var lokað í síðustu viku. Fyrst var greint frá lokuninni ávef Vísis en þar kemur fram að staðnum hafi verið lokað þann 15. maí og að fyrirtækið hafi til skoðunar að opna annan stað annars staðar.
„Það er ekki komið á það stig að við getum sagt frá því. Við erum að hugsa málið,“ segir Kristín Helgadóttir í samtali við Fréttablaðið en hún sér um reksturinn auk þess að sjá um rekstur KFC á Íslandi.
Enn það verður enn hægt að fá pizzu í Hafnarfirði?
„Já, auðvitað. Leigusamningnum var lokið og við ákváðum að sigla eitthvað annað. En við verðum í Hafnarfirði og erum svo aðeins að hugsa málið,“ segir Kristín að lokum.
Árið 2015 keypti Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, Pizza Hut staðina og opnaði stuttu síðar staðinn sem stendur enn í Hafnarfirði.