Pétur Krogh Ólafs­son hefur verið ráðinn þróunar- og við­skipta­stjóri Veitna, dóttur­fyrir­tækis Orku­veitu Reykja­víkur (OR). Pétur mun meðal annars sjá um sam­skipti og sam­hæfingu á­ætlana milli sveitar­fé­laga og Veitna og mun heyra beint undir fram­kvæmda­stýru fyrir­tækisins. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Veitum.

Pétur hefur starfað hjá Reykja­víkur­borg sem að­stoðar­maður borgar­stjóra frá árinu 2014. Áður var hann bæjar­full­trúi í Kópa­vogi og sinnti rit­stjórnar- og markaðs­málum á Skjánum. Pétur er með BA gráðu í sagn­fræði og MA gráðu í bók­mennta­fræði frá Há­skóla Ís­lands.

Pétur segist spenntur að takast á við verk­efnin sem fram undan séu, enda sé Veitur fyrir­tæki sem sé bæði fram­sækið og al­þjóð­lega leiðandi á sínu sviði.

„Með nýju starfi þróunar- og við­skipta­stjóra skapast mikil og spennandi tæki­færi til að nýta inn­viði betur og sam­ræma á­ætlanir milli sveitar­fé­laga og Veitna. Þannig getum við nýtt tímann og þann öfluga mann­auð sem Veitur búa yfir á sem á­hrifa­ríkastan máta,“ segir Pétur.