Penninn sagði í dag upp 90 starfs­mönnum hjá fyrir­tækinu. Þá var starfs­hlut­fall annarra starfs­manna skert. Upp­sagnirnar ná til allra deilda fyrir­tækisins en aðal­lega er um að ræða starfs­menn sem ekki ná 45 prósenta starfs­hlut­falli og falla því ekki undir sér­úr­ræði stjórn­valda um skert starfs­hlut­fall. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að upp­sagnirnar séu ó­hjá­kvæmi­leg af­leiðing þess mikla sam­dráttar sem orðið hefur í þjóð­fé­laginu vegna CO­VID-19 veirunnar. Sam­drátturinn hefur haft mikil á­hrif á rekstur og af­komu Pennans sem hefur tíma­bundið lokað nokkrum verslunum sínum vegna á­standsins og skert opnunar­tíma annarra.

Þá kemur fram að það sé von for­ráða­manna fyrir­tækisins að á­stand það sem nú varir gangi yfir á skömmum tím aog að unnt verði að aftur­kalla sem flestar upp­sagnir áður en þær taka gildi. Um 250 starfs­menn starfa hjá Pennanum í 200 stöðu­gildum og tekur upp­sögnin því til um það bil 35 stöðu­gilda.