Wedo er móðurfélag Heimkaups, Hópkaups og Bland.is.

Hjalti Baldursson, sem hefur undanfarið gegnt stöðu forstjóra til bráðabirgða, og Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri hafa stýrt innviðauppbyggingu félagsins síðastliðin misseri. Hjalti lætur af störfum samhliða þessum tímamótum en Ólafur Gauti mun starfa fram á sumar.

Anna Jóna Aðalsteinsdóttir, nýr fjármálastjóri Wedo ehf.

Jafnframt hefur Anna Jóna Aðalsteinsdóttir tekið við sem nýr fjármálastjóri félagsins. Tekur hún við af Valdimar Kr. Sigurðssyni.

Pálmi og Anna Jóna hafa víðtæka reynslu af smásölu og framleiðslu á Íslandi. Pálmi hefur m.a. unnið sem framkvæmdastjóri Emmessíss og Anna Jóna sem fjármálastjóri Hagkaupa.

Gísli Jón Magnússon, stjórnarformaður Wedo ehf. „Það er mikill fengur í þeim Pálma og Önnu Jónu fyrir Wedo. Þau búa bæði yfir yfirgripsmikilli reynslu sem mun nýtast á komandi misserum, þegar næstu skref í þróun félagsins verða tekin. Félagið hefur staðið í miklu umbreytingaferli varðandi innviði sem Hjalti og Ólafur Gauti hafa stýrt af myndarskap. Um leið og ég vil bjóða þau Pálma og Önnu velkomin vil ég þakka þeim Hjalta, Ólafi Gauta og Valdimar góð störf.”

Pálmi Jónsson, forstjóri Wedo ehf. „Mér finnst gríðarlega spennandi að taka við keflinu á þeim tímamótum sem Wedo stendur í dag. Ég hlakka til að vinna áfram að vexti og framgangi félagsins með því góða fólk sem þar er.”