Össur hefur náð samkomulagi um yfirtöku á bandaríska stoðtækjaframleiðandann College Park Industries og er búist er við að kaupin gangi í gegn síðar á árinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri en þar segir að 140 manns starfi hjá College Park sem hefur höfuðstöðvar í Detroit. Sala fyrirtækisins nam 22 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári.

College Park verður að mestu leyti sjálfstæð eining og stefnir Össur að því að styrkja vörumerkið, bæði í Bandaríkjunum og á heimsvísu.