Innlent

Óskabein seldi í VÍS fyrir 430 milljónir króna

Fréttablaðið/Anton Brink

Fjárfestingafélagið Óskabein sem er stór hluthafi í Vátryggingafélagi Íslands, seldi í dag hlutabréf í félaginu fyrir 430 milljónir króna.

Tilkynnt var um viðskiptin til Kauphallarinnar þar sem einn hluthafa Óskabeins, Gestur Breiðfjörð Gestsson er jafnframt stjórnarmaður í VÍS. Í tilkynningu um söluna kemur fram að Óskabein hafi selt 40 milljónir hluta á genginu 10,75. Eftir viðskiptin á Óskabein rétt rúmlega 40 milljónir hluta.

Um er að ræða hlutalokun á framvirkum samningi sem gerður var júní 2017 um upphaflega 90 milljónir hluta sem áður hefur verið tilkynnt um. Samningurinn er á gjalddaga hinn 12. desember í ár og er staða hans eftir viðskiptin um 39.784.996 hluti.

Óskabein er meðal annars í eigu Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda Sæmarks sjávarafurða, Gests Breiðfjörðs Gestssonar, eiganda Sparnaðar, og Andra Gunnarssonar, lögmanns og fjárfestis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing