Innlent

Óskabein seldi í VÍS fyrir 430 milljónir króna

Fréttablaðið/Anton Brink

Fjárfestingafélagið Óskabein sem er stór hluthafi í Vátryggingafélagi Íslands, seldi í dag hlutabréf í félaginu fyrir 430 milljónir króna.

Tilkynnt var um viðskiptin til Kauphallarinnar þar sem einn hluthafa Óskabeins, Gestur Breiðfjörð Gestsson er jafnframt stjórnarmaður í VÍS. Í tilkynningu um söluna kemur fram að Óskabein hafi selt 40 milljónir hluta á genginu 10,75. Eftir viðskiptin á Óskabein rétt rúmlega 40 milljónir hluta.

Um er að ræða hlutalokun á framvirkum samningi sem gerður var júní 2017 um upphaflega 90 milljónir hluta sem áður hefur verið tilkynnt um. Samningurinn er á gjalddaga hinn 12. desember í ár og er staða hans eftir viðskiptin um 39.784.996 hluti.

Óskabein er meðal annars í eigu Sigurðar Gísla Björnssonar, eiganda Sæmarks sjávarafurða, Gests Breiðfjörðs Gestssonar, eiganda Sparnaðar, og Andra Gunnarssonar, lögmanns og fjárfestis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Fátt betra en hljóð stund í garðinum með mold undir nöglunum

Byggingariðnaður

Félag Péturs í Eykt hagnast um 2,2 milljarða

Innlent

Varða Capital tapaði 267 milljónum í fyrra

Auglýsing

Nýjast

Bank­a­stjór­i Dansk­e seg­ir af sér í skugg­a pen­ing­a­þvætt­is

Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair

Safnaði 7,7 milljörðum

Mögu­lega sekur um „al­var­leg brot“ á sam­keppnis­lögum

Engar olíulækkanir í spákortunum

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Auglýsing