Orkuveita Reykjavíkur hefur ásamt samstarfsaðilum hlotið ríflega tveggja milljarða króna styrk úr Horizon 2020 Rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.Styrkurinn er til verkefnisins GECO og miðar að sporlausri nýtingu jarðhita.

Fram kemur í tilkynningu að Orkuveita Reykjavíkur mun leiða þetta samstarfsverkefni 18 fyrirtækja og stofnanna víðs vegar að úr Evprópu. Markmið verkefnisins er að þróa jarðhitavirkjanir með sem minnstri losun brennisteinsvetnis og koltvíoxíðs. Verkefnið byggir af stórum hluta á CarbFix-niðurdælingar-aðferðinni sem hefur verið þróuð undanfarinn áratug við Hellisheiðarvirkjun í samstarfi við Orku náttúrunnar og bæði innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir.

Í verkefninu verða einnig þróaðar aðferðir sem stuðla að hagnýtingu jarðhitalofttegunda. Unnið verður að enn umhverfisvænni og sparneytnari aðferðum við hreinsun koltvíoxíðs með hagnýtingu í huga og þannig auka tekjumöguleika við jarðhitanýtinguna.