Mikill meirihluti hlutafélaga í Kauphöllinni hækkaði í verði í dag en þegar markaðurinn lokaði hafði úrvalsvísitalan hækkað um 1,52 prósent. Velta dagsins nam tæpum 2,1 milljarði króna.

Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hækkuðu mest, eða um 4,94 prósent í 39 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf í Icelandair um 1,65 prósent og Marel um 1,94 prósent. Mest var veltan með bréf í Marel en hún nam 692 milljónum króna.

Arion banki var eina félagið sem lækkaði. Þrjú félög; Heimavellir, Tryggingamiðstöðin og Sýn, stóðu í stað en önnur félög hækkuðu.