Hlutabréfamarkaður

Origo leiddi hækkanir í Kauphöllinni

Fréttablaðið/Daníel

Mikill meirihluti hlutafélaga í Kauphöllinni hækkaði í verði í dag en þegar markaðurinn lokaði hafði úrvalsvísitalan hækkað um 1,52 prósent. Velta dagsins nam tæpum 2,1 milljarði króna.

Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hækkuðu mest, eða um 4,94 prósent í 39 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf í Icelandair um 1,65 prósent og Marel um 1,94 prósent. Mest var veltan með bréf í Marel en hún nam 692 milljónum króna.

Arion banki var eina félagið sem lækkaði. Þrjú félög; Heimavellir, Tryggingamiðstöðin og Sýn, stóðu í stað en önnur félög hækkuðu. 


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hlutabréfamarkaður

Sýn lækkar um rúm 6 prósent

Hlutabréfamarkaður

Icelandair lækkaði um rúm 9 prósent

Hlutabréfamarkaður

Icelandair hækkaði um 7,35 prósent

Auglýsing

Nýjast

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Auglýsing