Hlutabréfamarkaður

Origo leiddi hækkanir í Kauphöllinni

Fréttablaðið/Daníel

Mikill meirihluti hlutafélaga í Kauphöllinni hækkaði í verði í dag en þegar markaðurinn lokaði hafði úrvalsvísitalan hækkað um 1,52 prósent. Velta dagsins nam tæpum 2,1 milljarði króna.

Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hækkuðu mest, eða um 4,94 prósent í 39 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf í Icelandair um 1,65 prósent og Marel um 1,94 prósent. Mest var veltan með bréf í Marel en hún nam 692 milljónum króna.

Arion banki var eina félagið sem lækkaði. Þrjú félög; Heimavellir, Tryggingamiðstöðin og Sýn, stóðu í stað en önnur félög hækkuðu. 


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hlutabréfamarkaður

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Hlutabréfamarkaður

Nær öll félög í Kauphöllinni lækka

Hlutabréfamarkaður

Icelandair lækkaði í Kauphöllinni

Auglýsing

Nýjast

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Afkoma Origo betri en áætlað var

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Auglýsing