Innlent

Origo leggur samtökum kvenna í UT lið

Markmið VERTOnet felst í að hvetja konur til þátttöku í upplýsingatæknitengdu námi og störfum og styrkja tengslanet þeirra.

Nanna Pétursdóttir hjá VERTOnet, Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Origo, og Linda Stefánsdóttir, hjá VERTOnet.

Origo mun verða bakhjarl VERTOnet sem eru hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni, og aðstoða þau í að efla veg kvenna í greininni. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Markmið VERTOnet felst í að hvetja konur til þátttöku í upplýsingatæknitengdu námi og störfum og styrkja tengslanet þeirra. Það er mikill akkur fyrir okkur að fá stuðning frá Origo sem er eitt af leiðandi upplýsingatæknifyrirtækjum landsins,“ segir Linda Stefánsdóttir hjá VERTOnet.

„Origo leggur rækt við að laða til sín öflugt fólk af báðum kynjum. Fyrirtækið hefur fest í sessi jafnlauna- og jafnréttisáætlun auk aðgerðaáætlun jafnréttismálaþar sem meðal annars er lögð áhersla á jöfn laun og sömu tækifæri til starfsþróunar báðum kynjum til handa. Samstarf okkar við VERTOnet er enn ein varðan í þeirri vegferð,“ segir Dröfn Guðmundsdóttir mannauðsstjóri Origo.

VERTOnet á sér norska fyrirmynd en systursamtökin, Oda-Nettverk, hafa nýst vel í að efla hlut kvenna í upplýsingatækni þar í landi, segir í tilkynningunni. Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, en hjá því starfa um 450 manns.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Skotsilfur: Línur að skýrast

Innlent

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Innlent

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing

Nýjast

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

​Aug­lýsa eftir arf­taka Más í Seðla­bankanum

Formaður VR í kaffi með sósíalistum

Arnarlax tapaði 405 milljónum

Auglýsing