Origo, sem þróar sjúkra­skrár­kerfið Sögu, sem nýtt er megin­hluta heil­brigðis­starfs­fólks á Ís­landi, hefur keypt heil­brigðis­lausnina Lumina af Lumina Medi­cal Solutions. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Lumina Medi­cal Solutins.

Sam­kvæmt til­kynningunni ætlar Origo að nýta lausnina í á­fram­haldandi þróun á nýju not­enda­við­móti Sögu­kerfisins sem á­ætlað er að komi á inn­lendan markað á næstunni.

„Origo hefur lengi fylgst með þróuninni á Lumina og haft á­huga á þeim ný­stár­legu hug­myndum sem not­enda­við­mót kerfisins byggir á. Undan­farin misseri hefur Origo unnið að um­fangs­mikilli endur­hönnun sjúkra­skrár­kerfisins Sögu og við erum sann­færð um að þessi kaup hjálpi okkur og stytti okkur leið á þeirri veg­ferð “ segir Guð­jón Vil­hjálms­son for­stöðu­maður heil­brigðis­lausna Origo.

Nafni Lumina Medi­cal Solutions verður breytt í Dicino vegna inn­göngu inn á er­lendan markað þar sem fyrr­greinda nafnið reyndist frá­tekið í al­þjóð­legum gagna­grunni.

Lumina gerir læknum og hjúkrunar­fræðingum kleift að greina og skrá upp­lýsingar um heilsu­far sjúk­lings á fjöl­mörgum tungu­málum, senda lyf­seðla í apó­tek og til­mæli til sjúk­lings með mun hrað­virkari hætti en við­gengst í dag.

Horfa fyrst til Spánar

Sam­hliða skráningu leitar lausnin að hugsan­legri sjúk­dóms­greiningu og er fært um að styðja og leið­beina um frekari rann­sóknir, lyf eða spurningar. Enn fremur þýðir lausnin skráninguna frá einu tungu­máli yfir í annað í raun­tíma. Heil­brigðis­starfs­fólk eyðir að jafnaði tveimur klukku­stundum á dag í skráningar­vinnu. Prófanir voru fram­kvæmdar þar sem notkun á Lumina var borin saman við notkun á nú­verandi sjúkra­kerfum. Niður­stöður sýndu að þátt­tak­endur styttu að meðal­tali 71% skráningar­tíma með notkun Lumina.

Þess má geta að fyrir­tækið fékk 50 milljón króna styrk frá Tækni­þróunar­sjóði árið 2019 til þess að þróa Lumina-sjúkra­skráninga­kerfið. Næsta skref Lumina Medical Solutioins er að sækja inn á markaðinn á Spáni, samkvæmt fréttatilkynningu.

Lumina Medi­cal Solutions hefur nú þegar fengið 10 milljón króna styrk frá Tækni­þróunar­sjóði fyrir nýju lausnina til þess að sækja inn á markaðinn á Spáni. Fyrir­tækið hyggst þar að auki sækja enn frekara fjár­magn til þess hraða tækni­þróuninni og efla sóknina á Spáni.