Innlent

Origo aðstoðar Leikfélag Reykjavíkur í stafrænni vegferð

Meðal verkefna Origo verður að annast rekstur á grunnkerfum leikhússins og tryggja að starfsfólk leikhússins fá skjóta úrlausn á þeim tæknimálum sem upp koma hverju sinni.

Linda Waage, Kristín Eysteinsdóttir og Ottó Freyr Jóhannsson.

Leikfélag Reykjavíkur hyggst efla enn frekar stafrænar áherslur fyrir leikhúsgesti og hefur fengið upplýsingatæknifyrirtækið Origo til liðs við sig til þess að treysta undirstöður slíkrar vegferðar.

Meðal verkefna Origo verður að annast rekstur á grunnkerfum leikhússins og tryggja að starfsfólk leikhússins fá skjóta úrlausn á þeim tæknimálum sem upp koma hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Nútíma leikhús reiðir sig í auknum mæli á stafræna tækni, hvort sem það er vegna sviðsmyndar, í miðasölu eða annarri þjónustu. Leikhús er ennfremur í samkeppni við ýmis konar afþreyingu og því skiptir máli að áhorfendur okkar geti upplifað nýja og spennandi hluti í bland við hefðbundin leikhúsverk sem eiga ekki síður erindi til fólks nú á tímum. Þess vegna þarf tæknin að vera hnökralaus og standast ýtrustu öryggiskröfur,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins.

„Okkur hjá Origo þykir ákaflega spennandi að hefja þessa vegferð með Borgarleikhúsinu enda örugglega einn sá skemmtilegasti vinnustaður sem völ er á. Sköpun, gleði, drama, dans og söngur alla daga. Við munum leggja okkur öll fram um að tryggja að upplýsingatæknireksturinn sé með þeim hætti að það einfaldi og auðveldi störf starfsmanna leikhússins,“ segir Linda Waage framkvæmdastjóri Rekstrarþjónustu Origo.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Í samstarf við risa?

Innlent

Þróa leiðir fyrir markaðssetningu í Kína

Innlent

Falla frá kaupréttum í WOW air

Auglýsing

Nýjast

Vilja marg­feldis­kosningu fyrir aðal­fund

O'Leary: Lág fargjöld grisjuðu WOW air út

Simmi hættur hjá Keiluhöllinni

Eim­skip breytir skipu­lagi og lækkar for­stjóra­launin

Varaformaðurinn kaupir fyrir fimm milljónir í Högum

Segir hörð átök skaða orðspor og afkomu

Auglýsing