Tim Cook, forstjóri Apple, segir að íhlutaskortur á heimsvísu hafi kostað fyrirtækið um sex milljarða dollara á síðasta ársfjórðungi og á von á því að sú upphæð verði jafnvel hærri á næsta ársfjórðungi.

Cook greindi frá niðurstöðum síðasta ársfjórðungs í samtali við fréttastofu Reuters í gærkvöld.

Apple kynnti nýjasta síma fyrirtækisins, iPhone 13 í september og hófst sala á honum fyrir mánuði síðan en Apple hefur ekki tekist að sinna eftirspurninni eftir símanum á heimsvísu.

Líkt og önnur fyrirtæki finnur Apple fyrir áhrifum heimsfaraldursins þegar kemur að framleiðslu. Íhlutaskortur á örflögum gerir það að verkum að framleiðslugeta Apple er minni en eftirspurnin.

„Við erum að gera allt sem við getum til þess að fá fleiri örflögur og eins hratt og hægt er. Við eigum von á vexti það sem eftir lifir árs en á sama tíma eigum við von á því að ná ekki að anna eftirspurn upp á rúmlega sex milljarða dollara,“ sagði Cook á blaðamannafundi í gærkvöld.

Í uppgjörinu kom fram að það seldust iPhone símar fyrir 38,9 milljarða dollara á síðasta ársfjórðungi sem var 2,6 milljörðum dala minna en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þá var samdráttur í sölu á heyrnartólum fyrirtækisins, AirPods en á sama tíma jókst sala á spjaldtölvum fyrirtækisins og borðtölvum,