Ma­ciej Strozynski, eig­andi Viking-Kebab í Engi­hjalla, hefur fært út í kvíarnar í sjálf­sala­sölu sinni og opnað frönsku-sjálf­sala við hlið kebab-sjálf­salans sem hann er með. Kebab-sjálf­salinn var fyrst um sinn í Leifs­stöð en Ma­ciek færði hann að veitinga­staðnum í Engi­hjalla í heims­far­aldrinum.

Hann segir að salan í frönsku-sjálf­salanum hafi farið vel af stað en á fyrsta degi sjálf­salans seldi hann 122 skammta.

„Það voru allir í sjokki yfir því hvernig er hægt að fá til­búnar franskar kar­töflur á 35 sekúndum,“ segir Ma­ciej í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að­spurður um að­sókn í kebab-sjálf­salann segir hann að það sé einnig mikið að gera þar og segir að frá 1. desember hafi hann selt um 5.500 kebab úr sjálf­salanum.

„Það er mikið að gera í þessu,“ segir hann.

Maciej við hlið sjálfsalans.
Mynd/Maciej Strozynski

Langaði að græða pening

Hvernig fékkstu hug­myndina?

„Já, það er þannig að ég hef stundum verið latur og ég var heima og hugsaði með mér að mig langaði að græða pening og þetta var hug­myndin sem ég fékk,“ segir Ma­ciej léttur í bragði.

Skammturinn kostar 550 krónur og á frönskunum er tómat­sósa og salt og stefnir Ma­ciej að því að bjóða seinna upp á kok­teil­sósu líka.

Vélin sjálf kostaði 6,2 milljónir.

„Ég gæti keypt mér Teslu fyrir sama pening,“ segir Ma­ciej og hlær.

Vélin borgar sig á nokkrum mánuðum

Hann telur að hann muni ná að borga vélina upp með frönskum á nokkrum mánuðum. Vélin ræður við að selja um 100 skammta þegar hún er full.

„Helsti kúnna­hópurinn núna er Ís­lendingar. Eftir CO­VID er ég með meira af kúnnum því vélin er opin allan sólar­hringinn og fólk getur keypt án þess að tala saman. Þetta er góð hug­mynd á CO­VID-tímum,“ segir Ma­ciej að lokum.

Kebab-sjálfsalinn er einnig mjög vinsæll.
Mynd/Maciej Strozynski