Eigendur Hótel Geysis stefna á að opna verslun í Haukadalnum aftur innan skamms.
Verslunum Geysis, sem voru í eigu Geysir shops ehf og Arctic shopping ehf, var lokað í byrjun febrúar og félögin tvö tekin til gjaldþrotaskipta í mars.
Þar á meðal var ein verslun rekin í Haukadal.
Samkvæmt tilkynningu frá Hótel Geysi stendur til að opna verslun á ný í rýminu sem var áður í útleigu til Geysir Shops ehf.
Geysis vörur, sem voru til sölu í verslunum Geysis, verða meðal annars til sölu í nýrri verslun og segir í tilkynningunni að þau hafi nú þegar hafið frekari vöruþróun undir vörumerki Geysis.
Þá sé einnig er á döfinni stækkun á þjónustubyggingunni í Haukadal og að aðrar nýjungar verði kynntar innan tíðar.
Þrotabú Geysir Shops ehf, sem leigði húsnæðið í Haukadal af Hótel Geysi, er enn hjá skiptastjóra en frekari upplýsinga er að vænta í lok vikunnar.