Eig­endur Barna­l­oppunnar stefna nú að opna „full­orðins-loppu“, eða Extra­l­oppuna, í Smára­lind í júní. Þar mun fólki gefast kostur á því að koma með notaðan klæðnað, hús­búnað og annað sem tengist heimilinu og selja það öðrum. Í til­kynningu frá Extra­l­oppunni segir að á al­þjóða­vísu sé mikil sókn neyt­enda í að endur­nýta vörur og að það sé mikil­vægt að Ís­lendingar axli á­byrgð og taki þátt í þessari breytingu á neyslu­hegðun.

Guð­ríður Gunn­laugs­dóttir, eig­andi Extra­l­oppunnar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að þau hafi skynjað mikla eftir­spurn eftir því að sett yrði upp „full­orðins“ út­gáfa af Barna­l­oppunni.

„Það var aldrei í kortunum en fyrir nokkrum mánuðum fengum við þetta tæki­færi og við á­kváðum alveg að stökkva á það,“ segir Guð­ríður.

Verslunin verður stað­sett á neðri hæð Smára­lindar í 400 fer­metra rými þar sem áður var að finna verslunina Ice in a Bucket.

„Við vorum lengi búin að leita að hús­næði sem hentaði vel. Þetta eru notaðar vörur þannig það þarf að geta loftað vel út,“ segir Guð­ríður.

Mynd af húsnæðinu má sjá hér að neðan.

Strangar kröfur um gæði vara

Hún segir að í versluninni verði hægt að selja fatnað, hús­búnað, fylgi­hluti og „allt sem að tengist heimilinu“. Hún segir að líkt og í Barna­l­oppunni verði settar strangar kröfur um gæði varanna sem fólk á­kveður að selja hjá þeim.

„Við erum alltaf hörð á því að vörurnar séu vel með farnar. Fólk á að geta komið með stellin sín, lampa, Kitchena­id vélina og í raun allt sem að tengist heimilinu á ein­hvern hátt.“

Fyrir­komu­lagið í Extra­l­oppunni verður með sama snið og í Barna­l­oppunni. Settir verða upp básar sem fólk getur leigt að lág­marki í viku. Það setur svo vörurnar sína sjálft á sölu og á­kveður verð sjálf. Svo skilja þau vörurnar eftir og starfs­fólk Extra­l­oppunnar sér um að af­greiða vörurnar.

„Það eru þægindin við þetta, að fólk þarf ekki að standa vaktina sjálft. Við sjáum um að tala við kúnnann. Síðan er kerfið svo sniðugt að það er hægt að fylgjast með raf­rænt og sjá hvað er selt og hvað ekki,“ segir Guð­ríður.

Í til­kynningu frá eig­endum Extra­l­oppunnar segir að þótt að endur­vinnsla og endur­nýting sé ekki ný af nálinni sé á­hugi neyt­enda á slíku á­vallt að aukast sam­hliða aukinni um­ræðu um um­hverfis­vernd.

„Auð­lindir heimsins eru ekki ó­tak­markar og endur­nýting á fram­leiddum vörum hlýtur að vera af hinu góða fyrir bæði neyt­endur og um­hverfið,“ segir Guð­ríður og bætir við: „Við erum ó­trú­lega glöð, þakk­lát og spennt yfir því að Smára­lind hafi opnað dyrnar fyrir okkur og ætli að takast á við þetta já­kvæða og fal­lega verk­efni með okkur.“

Hægt er að fylgjast með Extra­l­oppunni bæði á Face­book og á Insta­gram.