Banda­ríski lyfja­fram­leiðandinn Pur­du­e Pharma, sem þekktast er fyrir að fram­leiða ópíóða lyfið OxyCon­tyn, sótti í gær um að vera tekið til gjald­þrota­skipta. Þetta kemur fram á vef Guar­dian en fyrir­tækið hefur undan­farið staðið í kostnaðar­sömum mála­ferlum vegna ópíóða­far­aldursins sem dregið hefur þúsundir til dauða í Banda­ríkjunum og víða.

Fyrir­tækið, sem er í eigu Sac­kler fjöl­skyldunnar, stendur frammi fyrir meira en 2000 lög­sóknum, meðal annars frá svo til öllum ríkjum Banda­ríkjanna sem og sveitar­stjórnum. Fyrir­tækið hefur verið sakað um að markaðs­setja OxyContin á fölskum for­sendum og blekkt heil­brigðis­yfir­völd, starfs­fólk og sjúk­linga um hve á­vana­bindandi lyfið er.

Með því að sækja um gjald­þrota­skiptin vonast fyrir­tækið til að ljúka megi um­ræddum mál­sóknum og full­yrðir fyrir­tækið í til­kynningu að samningur um gjald­þrota­skipti muni tryggja að eignir fyrir­tækisins renni til að­stoðar fórnar­lamba far­aldsins. 400 þúsund manns hafa látist vegna of­neyslu milli 1999 og 2017.

Ekki eru þó öll ríki Banda­ríkjanna sátt með að mála­ferlum ljúki með þessum hætti. Meðal þeirra eru Massachusetts, New York og Connecticut, en yfir­völd þar vilja að Sac­kler fjöl­skyldan greiði meira af eigin fé í mála­ferlin.