Ríkiskaup hefur gengið frá rammasamingi við Opin Kerfi sem forgangsbirgja varðandi kaup á tölvubúnaði fyrir allar ríkisstofnanir til tveggja ára. Markmiðið með rammasamningi sem þessum er að einfalda innkaupaferli opinberra aðila og tryggja ríkisstofnunum hagkvæmari verð við innkaup.

Gera má ráð fyrir því að ríkið spari ríflega eitt hundrað milljóna króna á samningstímanum. Ríkiskaup stóð fyrir útboði sem lauk nýverið og er forgangsbirgir skilgreindur sem lægst bjóðandi og hefur forgang umfram aðra birgja í samingi til að selja vörur sem eru tilgreindar í vörukröfu útboðsins, segir í tilkynningu.

Allar stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins á hverjum tíma eru aðilar að rammasamning um ríkiins og ber að eiga viðskipti við forgangsbirgja í samræmi við þá.

„Reynslan af samningi við skilgreinda forgangsbirgja eins og við Opin Kerfi hefur reynst okkur vel undanfarin ár. Þetta fyrirkomulag einfaldar innkaup ríkisstofnana, eykur hagkvæmina og tryggir hagstæðustu verð á notendabúnaði, “ segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa.

„Við erum virkilega ánægð með þennan samning og að hágæða vörumerki og notendabúnaður frá HP hafi verið valinn. Við hlökkum til samstarfsins bæði við ríkisstofnanir og HP en samningur sem þessi tryggir ríkisstofnunum hagstæðasta verð á hverjum tíma á þeim búnaði sem skilgreindur er í útboðinu án þess að dregið sé úr gæðum,“ segir Ragnheiður H. Harðardóttir, forstjóri Opinna Kerfa.