Markaðs­stofan Digido hefur ráðið til sín Ómar Þór Ómars­son í stöðu fram­kvæmda­stjóra vaxtar. Í til­kynningu kemur fram að Ómar muni meðal annars leiða nýtt B2B teymi (markaðs­setning fyrir­tækja til annarra fyrir­tækja) með það mark­mið að hjálpa ís­lenskum fyrir­tækjum með al­þjóð­lega stefnu­mótun.

Digido er gagna­drifin markaðs­stofa sem starfar með mörgum af stærstu fyrir­tækjum landsins við ráð­gjöf og um­sjón um markaðs- og birtinga­mál. Meðal sam­starfs­aðila eru Arion banki, Men & Mice, 50 Skills, Pay Analytics og Origo auk fjölda annarra.

Ómar hefur víð­tæka reynslu af sölu- og markaðs­málum á­samt við­skipta- og vöru­þróun fyrir­tækja á al­þjóða­vísu. Síðast­liðin átta ár hefur hann gegnt stöðu markaðs­stjóra hjá al­þjóð­lega fjár­tækni­fyrir­tækinu Meniga. Áður starfaði Ómar sem ráð­gjafi á fyrir­tækja­sviði hjá Deloitte í Sviss og við­skipta­stjóri hjá Creditin­fo. Ómar er með gráðu í fjár­mála­verk­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og gráðu í staf­rænni markaðs­setningu frá Columbia Há­skóla.

„Það er mikið af spennandi fyrir­tækjum og hug­viti að krauma á Ís­landi í dag með gríðar­leg tæki­færi til að vaxa út fyrir land­steinana. Við Ís­lendingar erum rosa­lega öflug í að búa til frá­bærar vörur og ná árangri á Ís­landi en mörg fyrir­tæki lenda á vegg þegar þau ætla sér að vaxa er­lendis. Þar skiptir öllu máli að þekkja mark­hópinn og hans hegðunar­mynstur í smá­at­riðum og móta þannig út­hugsaða strategíu. Enn fremur þarf að nota réttu tólin og styðjast við gögn til að keyra her­ferðir og taka upp­lýstar á­kvarðanir,“ segir Ómar.

Hann segist einnig virki­lega spenntur að ganga til liðs við öflugt teymi sér­fræðinga hjá Digido og starfa náið með ís­lenskum fyrir­tækjum til að ná árangri. Ómar segir það lykil­at­riði að vinna með nýjar að­ferðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms í B2B markaðs­setningu og hafa ef til vill ekki verið nýttar til hlítar hér á landi.

Arnar Gísli Hin­riks­son, annar stofn­enda Digido segir ráðningu Ómars vera yfir­lýsingu þess efnis að Digido ætli sér að vera leiðandi afl á sviði B2B markaðs­mála fyrir fyrir­tæki sem vilja vaxa á er­lendum vett­vangi.

„Metnaður ís­lenskra fyrir­tækja til vaxtar á er­lendum mörkuðum hefur verið tals­verður"

„Ómar býr yfir yfir­grips­mikilli þekkingu og reynslu úr al­þjóð­legu um­hverfi B2B markaðs­mála og þori ég að full­yrða að á því sviði stendur Ómari enginn framar, á Ís­landi og þó víðar væri leitað. Sala og markaðs­setning á vörum og þjónustu til annarra fyrir­tækja getur verið tíma­frekari og flóknari en hefð­bundin markaðs­setning. Hún byggir á dýpri nálgun og okkur hefur fundist vanta sér­hæfða þekkingu í B2B markaðs­setningu á Ís­landi.

Metnaður ís­lenskra fyrir­tækja til vaxtar á er­lendum mörkuðum hefur verið tals­verður. Við höfum fundið fyrir aukinni eftir­spurn frá fyrir­tækjum í leit að sam­starfs­aðila sem getur hjálpað þeim með ítar­lega greiningu á sínum til­tekna mark­hópi og mótað þannig sér­tæka ferla, efni og út­hugsaðar her­ferðir byggðar á gögnum. Þar má sem dæmi nefna Account Based Marketing (ABM) og mark­vissar Lin­kedIn her­ferðir,“ segir Arnar.