Ólöf Skaftadóttir, sem var áður ritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið ráðin samskiptastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Ólöf staðfestir það í samtali við Markaðinn en hún tók til starfa hjá samtökunum fyrr í þessum mánuði.

Tekur hún við starfinu af Herði Vilberg, sem hafði verið yfir samskiptamálum SA undanfarin fimmtán ár, en hann færði sig um set yfir til Íslandsstofu og tók við stöðu verkefnastjóra á markaðssviði.

Ólöf, sem er með BA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands, lét af störfum sem ritstjóri Fréttablaðsins í október í fyrra. Þar áður hafði hún meðal annars starfað sem aðstoðarritstjóri og umsjónarmaður helgarblaðs Fréttablaðsins.