Vegna raf­magns­leysis liggur öll starf­semi bíla­um­boðsins Heklu á Lauga­vegi 174 niðri eins og er.Þetta kemur fram í til­kynningu.

Unnið er að við­gerðum en ó­víst hve­nær raf­magn kemst á aftur, að því er segir í til­kynningu frá bíla­um­boðinu.

„Vegna þessa er því miður er ekki hægt að ná í okkur gegnum síma en hringt verður í eig­endur allra bíla sem eru í þjónustu hjá verk­stæði okkar í dag,“ segir í til­kynningunni.

Þá biðst fyrir­tækið vel­virðingar á þeim ó­þægindum sem þetta mun valda.