Erlent

Olíuverð hækkar um tvö prósent

Miklar sveiflur hafa verið á olíuverði undanfarna mánuði. Fréttablaðið/Getty

Olíuverð rauk upp um meira en tvö prósent á heimsmarkaði í morgun eftir að sádiarabísk stjórnvöld gáfu til kynna að þau myndu draga úr olíuframleiðslu á næstu mánuðum.

Khalid al Falih, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði í gær að olíurisi landsins, Saudi Aramco, hefði í hyggju að minnka olíuútflutning um 500 þúsund tunnur á dag í næsta mánuði borið saman við nóvembermánð. Ástæðan er minni eftirspurn, að sögn ráðherrans.

Ráðherrann bætti um betur í morgun og sagði að olíuríki heims þyrftu nauðsynlega, að mati markaðsgreinenda, að minnka framleiðsluna um eina milljón tunna á dag.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu, stærsta olíuútflutningsríkis heims, lofuðu því fyrr á árinu að auka olíuframleiðslu um eina milljóna tunna á dag eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á ríki innan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að auka framleiðsluna til þess að vega upp á móti minni útflutningi frá Íran.

Á síðustu vikum hafa ráðamenn í Sádi-Arabíu hins vegar í vaxandi mæli lýst áhyggjum sínum af mögulegu offramboði af olíu á heimsmarkaði. Telja þeir nauðsynlegt að draga úr framleiðslunni til þess að ná jafnvægi á markaðinum, að því er segir í frétt Financial Times.

Bandarísk stjórnvöld veittu fyrr í mánuðinum átta ríkjum, þar á meðal Indlandi og Kína, tímabundna undanþágu til þess að kaupa olíu frá Íran en víðtækar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna gagnvart Írönum tóku gildi í byrjun síðustu viku.

Verð á Brent-hráolíu hækkaði um 2,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Lundúnum og fór upp í 71,6 dali. Olíuverð hefur lækkað um 17 prósent eftir að það náði toppi í 86 dölum í byrjun síðasta mánaðar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Hlutabréfin hríðféllu á fyrsta degi

Erlent

Stórir endur­skoð­endur horfa fram á hertar reglur

Erlent

Malasía fer í hart við Goldman Sachs

Auglýsing

Nýjast

SpaceX sækir 500 milljónir dollara í hlutafé

Minnkar við sig í Regin og Reitum

Nýttu ekki forkaupsrétt að hlut í HS Orku

Fá að kaupa á­skriftar­réttindi í Kviku

Kaup Haga á Olís til kasta á­frýjunar­nefndar

Útlán Byrs ofmetin um tvo milljarða króna

Auglýsing