Á hluthafafundi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag var Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, kjörinn í stjórn Kerecis.

Ólafur Ragnar hefur í gegnum tíðina setið í fjölmörgum stjórnum innlendra- og erlendra félagasamtaka, en með stjórnarsetu sinni í Kerecis sest hann í fyrsta skipti í stjórn fyrirtækis. Aðrir stjórnarmenn eru Ernest Kenney, Eric Maillard og Andri Sveinsson.

Ólafur Ragnar lék lykilhlutverk í að koma á tengslum milli Kerecis og Emerson Collective. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis sagði að tengslanet Ólafs myndi verða gríðarlega mikilvægt fyrir sókn Kerecis á erlendum mörkuðum.

Þá greindi Fréttablaðið frá því að Kerecis hefði verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. Herma Fréttablaðsins að valið standi milli kauphallarinnar á Íslandi annars vegar og í Toronto hins vegar.

Kerecis er með höfuðstöðvar sínar og framleiðslu á Ísafirði, sem er jafnframt heimabær Ólafs Ragnars, en félagið framleiðir afurðir sem byggðar eru affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Fyrirtækið hefur einnig starfsemi í Reykjavík, Zurich og í Arlington í Bandaríkjunum og eru starfsmenn þess á annað hundrað talsins.