Ólafur Willi­am Hand er ekki lengur upp­lýsinga­full­trúi Eim­skips. Honum var sagt upp störfum sam­hliða breytingum á skipu­riti fé­lagsins og ráðningu nýs for­stjóra í janúar. 

Við­skipta­blaðið greinir frá og segir að Ólafur muni starfa að á­kveðnum verk­efnum hjá Eim­skip fram á vor. Elín Hjálms­dóttir, mann­auðs­stjóri fé­lagsins, muni taka við starfi upp­lýsinga­full­trúa. Þá muni Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, mun vera í forsvari fyrir markaðsdeild félagsins.

Ólafur starfaði sem upp­lýsinga­full­trúi Eim­skips í um tíu ár. Hann var í síðasta mánuði dæmdur í tveggja mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir of­beldi gegn barns­móður sinni, en sjálfur hafði hann stigið fram í fjöl­miðlum og sakað barns­móður sína um tálmun. Hann sendi frá sér yfir­lýsingu í fram­haldinu þar sem hann sagðist ætla að á­frýja dómnum.