OK hefur fest kaup á vírus­varnar­hug­búnaði al­þjóð­lega net­öryggis­fyrir­tækisins Cyren Ltd. en fé­lagið sótti ný­verið um gjald­þrota­skipti í Ísrael. Kaupin eru gerð í gegnum nýtt fé­lag, Varist ehf.

Fé­lagið verður í sam­eigin­legri eigu OK og fyrrum starfs­manna Cyren á Ís­landi sem unnið hafa saman að við­skiptunum síðan öllum starfs­mönnum Cyren á Ís­landi var sagt upp störfum þann 1. febrúar. Hall­grímur Th. Björns­son verður fram­kvæmda­stjóri nýs fé­lags sem mun sér­hæfa sig í net­öryggis­lausnum og tengdri þjónustu.

Hall­grímur Th. Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Varist, segir það virki­lega á­nægju­legt að tekist hafi að bjarga verð­mætum sem hafa verið byggð upp af starfs­fólki á síðustu ára­tugum.

„Starfs­fólkið er ó­að­skiljan­legur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í net­öryggis­málum telur sam­tals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tæki­færi til að sækja fram og halda á­fram að þróa net­öryggis­lausnir sem eru í fremstu röð á heims­vísu. Ég vil sér­stak­lega þakka starfs­fólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari veg­ferð,“ segir Hall­grímur.

„Net­öryggis­mál hafa aldrei verið eins mikil­væg og þau eru í dag. Með stofnun Varist og kaupum á öryggis­lausnunum stígur OK stórt skref í átt að aukinni sér­þekkingu á þessu sviði og leggur grunn að auknu vöru­fram­boði og þjónustu til að mæta þörfum við­skipta­vina,“ segir Gunnar Zoega, for­stjóri OK.