„Ég hef fengið ó­heyri­lega já­kvæð við­brögð frá al­menningi, út um allt land,“ segir Skúli Mogen­sen, fyrr­verandi for­stjóri WOW air, um hóp­fjár­mögnun nýs flug­fé­lags, í sam­tali við RÚV.

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að Skúli og fyrrum starfs­menn WOW, sem huga að endur­reisn fé­lagsins, ætli að ráðast í svo­kallaða hóp­fjár­mögnun á netinu með það að mark­miði að safna nægu fjár­magni til þess að geta sett nýtt flug­fé­lag á lag­girnar. Lág­marks­upp­hæð yrði um 670 milljónir króna.

Skúli segist hafa fengið mikil hvatningu til þess að bjóða al­menningi að taka þátt í verk­efninu, en lægstu fram­lögin verða í kringum 200 til 250 þúsund krónur.

Líkt og fram hefur komið hyggjast Skúli Mogen­sen og helstu lykil­starfs­menn WOW air, sem var tekið til gjald­þrota­skipta fyrir 11 dögum, endur­vekja rekstur flug­fé­lagsins. Þeir leita nú fjár­mögnunar upp á 40 milljónir dala, jafn­virði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstrinum fyrstu misserin.

Fjár­sterkir aðilar tengdir ferða­þjónustunni hafa um helgina skoðað fjár­festingu í endur­reisn WOW. Um er að ræða inn­lenda og er­lenda fjár­festa.

Helsta fyrir­staða þess að Skúla takist ætlunar­verkið að mati heimildar­manna blaðsins er sú að tíma­ramminn sé of þröngur. Vélarnar sem Skúli hyggst taka á leigu muni ekki standa auðar mikið lengur en út vikuna.