„Mér þykir mikill fengur í Óðni, sem er í hópi reyndustu fjöl­miðla­manna landsins, og ég er honum þakk­látur fyrir að taka stökkið. Það verður spennandi að vinna með honum aftur en við ræddum um ára­bil ferða­mál frá ýmsum hliðum viku­lega á Morgun­vakt Rásar 1, á meðan hann stýrði þættinum,” segir Kristján í til­kynningu frá Túrista en Óðinn fer í starf blaða­manns og mun hefja störf um miðjan júní.

„Sú á­kvörðun að breyta Túr­ista í á­skriftar­vef á sínum tíma heppnaðist og nú er kominn grunnur að öflugri út­gáfu. Það má líka ljóst vera að fjöl­miðill sem seldur er í á­skrift á allt undir færum og reyndum blaða­mönnum. Ráðning Óðins er því mikil­vægur liður í því að breikka efnis­tökin enda býður um­fjöllun um ferða­þjónustu og ferða­lög upp á marga mögu­leika,“ segir Kristján í til­kynningunni.

Óðinn segir að um spennandi tæki­færi sé að ræða.

„Ég held að á­skriftar­vefur eins og Túr­isti, sem leggur rækt við mikil­vægt sér­svið, eigi fram­tíð fyrir sér. Kristján hefur unnið þrek­virki í sínu starfi en ég vonast til að styrkja vefinn. Það er auð­vitað frá­bært að fá tæki­færi til að spreyta sig aftur í blaða­mennsku og ég er þakk­látur fyrir það,” segir Óðinn.

Óðinn starfaði lengi hjá Ríkis­út­varpinu sem frétta­maður og þátta­stjórnandi, frétta­maður á Norður­löndum, þing­frétta­maður, frétta­stjóri hljóð­varps og síðan RÚV. Síðustu þrjú árin hefur Óðinn unnið sem ráð­gjafi hjá sam­skipta­stofunni Aton.JL, einkum að sam­skipta­málum og fjöl­miðla­ráð­gjöf fyrir stækkunar­verk­efni Isavia á Kefla­víkur­flug­velli í sam­starfi við breska byggingar- og ráð­gjafa­fyrir­tækið Mace.