Stjórn Frum­kvöðla­Auður styrkir verk­efni tveggja fyrir­tækja, Octavia og Fortuna Invest sem snúa að fjar­kennslu í tón­list og aukna fjár­mála­vitund.

Sjóðurinn er með þá megin­stefnu að hvetja konur til at­hafna og frum­kvæðis, einkum í þróunar­löndum. þetta var í tólfta sinn sem út­hlutað var úr sjóðnum. þetta kemur fram á Face­book síðu Kviku.

OCTAVIA er hug­búnaðar og markaðs­torg fyrir fjar­kennslu í tón­list sem leggur fyrst og fremst á­herslu á full­orðna ein­stak­linga sem vilja læra að spila tón­list. Fólk getur sótt sér kennslu í öllum tón­listar­stílum hvar sem er í heiminum. Ein­staklingarnir á bak­við Octa­viu búa yfir mikilli reynslu í hug­búnaðar­þróun, fjár­stýringu og markaðs­setningu á al­þjóða­markaði. þetta eru þau, Margrét Júlíana Sigurðar­dóttir, Jón Andri Sigurðs­son, Jean-Philippe Amos og Björn Jóhannes­son.

Hitt fyrir­tækið er Fortuna Invest sem er vett­vangur með það að mark­miði að auka fjöl­breytta þátt­töku á fjár­mála­markaði. Fyrir­tækið er fyrsti vett­vangur sinnar tegundar á Ís­landi með að­gengi­lega og skýra fræðslu um fjár­festingar fyrir byrj­endur sem og lengri komna. Um 8000 ein­staklingar hafa fylgt Insta­gram síðu fyrir­tækisins frá stofnun þess í nóvember 2020. Ein­staklingarnir á bak­við Fortuna Invest eru þær Aníta Rut Hilmars­dóttir, Rakel Eva Sæ­vars­dóttir og Rósa Kristins­dóttir.