Hagnaður Ísfélags Vestmannaeyja var ríflega 10 milljónir dalir á síðasta ári, samkvæmt nýbirtu uppgjöri félagsins. Þrátt fyrir loðnubrest síðasta árs dróst hagnaður félagsins saman um aðeins 1,7 prósent milli ára. Ísfélagið á fimmtung aflamarks loðnu.

Sé litið til rekstrartekna Ísfélagsins eru ummerki loðnubrests síðasta árs augljós. Rekstrartekjur drógust saman um 28 prósent og námu 67,8 milljónum dali á síðasta ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um 16 prósent milli ára, en hlutfall rekstrarhagnaðar af heildartekjum hækkaði þó milli ára og hljóðaði upp á 25,5 prósent, samanborið við 21,9 prósent á árinu 2018.

Eigið fé Ísfélagsins í árslok var 143,7 milljónir dala og eiginfjárhlutfall rúmlega 50%. Bókfært virði aflaheimilda Ísfélagssamstæðunnar var metið 125,6 milljónir dala í árslok 2019.