Útlit er fyrir að engar breytingar verði á Stjórn Icelandair Group á aðalfundi félagsins sem verður 3. mars næstkomandi.

Tilnefninganefnd félagsins leggur til að eftirtalin verði kjörin í stjórn:

  • Guðmundur Hafsteinsson, fyrrverandi yfirmaður vöruþróunar Google Assistant.
  • John F. Thomas, ráðgjafi hjá McKinsey & Co og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Virgin Australia Airlines.
  • Matthew Evans, framkvæmdastjóri hjá Bain Capital Credit. Hann fer fyrir greiningateymi fyrirtækisins í höfuðstöðvum þess í New York sem sér um fjárfestingar þess í flugiðnaði og fleiri greinum.
  • Nina Jonsson, ráðgjafi hjá Plane View Partners og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Air France-KLM.
  • Svafa Grönfeldt. Hún situr í stjórn MIT DesignX sem er viðskiptahraðall hjá MIT háskólanum í Boston og meðstofnandi sprotasjóðsins MET sem er með aðsetur í Cambridge. Hún var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen, aðstoðarforstjóri Actavis Group og rektor Haskóla Reykjavíkur.

Þetta er óbreytt stjórn frá því sem verið hefur. Guðmundur Hafsteinsson er stjórnarformaður og Nina Jonsson varaformaður stjórnar.