KPMG hefur ráðið til sín fjóra nýja starfs­menn sem munu bætast til liðs við ráð­gjafa­svið fyrir­tækisins. Þetta eru þau Bryn­dís Gunn­laugs­dóttir, Guido Picus, Sæ­var Helgi Braga­son og Þor­steinn Guð­brands­son.

Bryn­dís hefur hafið störf í ráð­gjöf og mun sér­hæfa sig í þjónustu við ríki og sveitar­fé­lög. Bryn­dís starfaði áður sem lög­fræðingur hjá Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga, fyrir­tækja­skrá ríkis­skatt­stjóra og Út­lendinga­stofnun. Hún var for­seti bæjar­stjórnar Grinda­víkur­bæjar árin 2010-2014 og hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða fyrir bæði sveitar­fé­lög og ríki. Bryn­dís er með BA og ML próf í lög­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík.

Guido Picus hefur hafið störf í ráð­gjöf og mun sér­hæfa sig í því að að­stoða fyrir­tæki og opin­bera aðila við út­tekt, skipu­lagningu og inn­leiðingu á staf­rænum um­breytingum. Guido hefur yfir 20 ára reynslu frá London, Munchen og Quito og hefur áður starfað hjá Amazon, Deloitte og Fu­tura In­novation Lab. Hann lærði greiningu og hönnun kerfa í Uni­versity of South Carolina og er með MBA gráðu frá Uni­versity of Edin­burg.

Sæ­var hefur hafið störf í ráð­gjöf og mun sér­hæfa sig í sjálf­bærni og um­hverfis­málum. Sæ­var er jarð­fræðingur að mennt, kennari, dag­skrár­gerðar­maður í sjón­varpi og út­varpi auk þess að vera rit­höfundur. Hann starfaði áður í teymi lofts­lags og græns sam­fé­lags hjá Um­hverfis­stofnun, auk þess að starfa sjálf­stætt við ýmis verk­efni sem tengjast vísinda­miðlun.

Þor­steinn hefur hafið störf í ráð­gjöf og mun sér­hæfa sig á sviði fjár­mála- og rekstrar­ráð­gjafar. Þor­steinn er við­skipta­fræðingur með yfir 20 ára reynslu af kaupum og sölu fyrir­tækja og hefur leitt tugi við­skipta með fyrir­tæki, bæði hér á landi og er­lendis. Auk fyrir­tækja­við­skipta hefur Þor­steinn víð­tæka reynslu að fyrir­tækja­rekstri og starfaði um ára­bil í upp­lýsinga­tækni, áður en hann fór til starfa á fyrir­tækja­sviði Straums-Burðar­áss, fjár­festinga­banka. Undan­farin 14 ár hefur Þor­steinn búið í Austin, Texas þar sem hann hefur starfað sjálf­stætt við fjár­mála-, fjár­festinga- og rekstrar­ráð­gjöf.